

Leicester City 1 – 1 Tottenham
0-1 Pedro Porro(’29)
1-1 Jamie Vardy(’58)
Reynsluboltinn Jamie Vardy var hetja Leicester í kvöld sem spilaði við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy skoraði með skalla í seinni hálfleik en hann er 37 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrur Leicester í mörg ár.
Tottenham tók forystuna snemma leiks en Pedro Porro kom boltanum í netið eftir 29. mínútur.
Lokatölur 1-1 sem er fínasta byrjun fyrir nýliðana í Leicester.