

Ilkay Gundogan er með það markmið að yfirgefa lið Barcelona áður en félagaskiptaglugginn lokar en frá þessu greina spænskir miðlar.
Gundogan er fyrrum miðjumaður Manchester City og var reglulegur byrjunarliðsmaður á síðustu leiktíð á Spáni.
Lið í Tyrklandi eru að horfa til Gundogan sem er 33 ára gamall og verður 34 ára í október á þessu ári.
Þjóðverjinn hefur aðeins spilað eitt tímabil á Spáni en Barcelona er líklegt til að leyfa sölu í þessum glugga.
Gundogan spilaði með Manchester City frá 2016 til 2023 en var áður á mála hjá Dortmund í Þýskalandi í fimm ár.