

Vincent Kompany byrjar mjög vel með Bayern Munchen en liðið spilaði við lið Ulm í gær í þýska bikarnum.
Þetta var fyrsti keppnisleikur Kompany sem stjóri Bayern en hann tók við liðinu fyrr á árinu eftir dvöl hjá Burnley.
Kompany er nafn sem margir kannast við en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester City.
Thomas Muller átti stórleik í 4-0 sigri Bayern en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í viðureigninni.
Kingsley Coman skoraði þriðja mark Bayern og bætti Harry Kane við því fjórða undir lokin.