KR greinir frá því á samfélagsmiðlum sínum að bæði Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati séu farnir frá félaginu.
Báðir hafa verið í nokkru hlutverki í sumar en Lúkas Magni er farin í háskóla í Bandaríkjunum.
Lúkas Magni ólst upp hjá Breiðablik en fór í KR á síðasta ári en hann er 19 ára gamall.
Neffati er hægri bakvörður sem kom á láni frá Norrköping í Svíþjóð
„Lúkas Magni Magnason er farin í háskólanám til USA og Moutaz Neffati hefur haldið aftur til Svíþjóðar,“ segir á vef KR.