Napoli er til í að hlusta á tilboð í Victor Osimhen, framherja sinn, í sumar.
Calciomercato greinir frá því að Napoli muni skoða tilboð upp á 100 milljónir evra, eða 85 milljónir punda.
Osimhen var frábær fyrir Napoli á þarsíðustu leiktíð en skoraði 15 mörk á þeirri síðustu, þar sem ríkjandi Ítalíumeistarar ollu gífurlegum vonbrigðum og höfnuðu um miðja deild.
Það er þó enn mikill áhugi á Osimhen, til að mynda frá enskum stórliðum og Paris Saint-Germain, en einnig liðum í Sádi-Arabíu.