Stuðningsmenn enska landsliðsins gætu lent í vandræðum í Köln en þar fjalla fjölmiðlar um að bjórskortur sé í bænum.
100 þúsund stuðningsmenn Skotlands voru mættir til Köln í síðustu viku og drukku ansi hressilega.
Hafa staðir þar á bæ átt erfitt með að fylla á birgðir sínar en England mætir Slóveníu i Köln á morgun.
Ensk blöð segja að líkur séu á skorti en búist er við 50 þúsund stuðningsmönnum Englands til Kölnar.
Skorturinn gæti farið illa í þá ensku sem elska nú fátt meira en eina krús af öli fyrir leik