Chelsea er að fá til sín enn eitt ungstirnið ef marka má heimildir miðilsins Athletic.
Athletic segir að Chelsea sé að kaupa leikmann að nafni Omari Kellyman en hann er á mála hjá Aston Villa.
Kellyman er afar efnilegur leikmaður en hann er 18 ára gamall og mun kosta 19 milljónir punda.
Chelsea er einnig að selja leikmann til Villa en um er að ræða bakvörðinn Ian Maatsen sem spilaði með Dortmund í vetur.
Félögin skipta því í raun á leikmönnum en Chelsea þarf að borga aukalega til að tryggja sér þjónustu Kellyman.
Kellyman er sóknarsinnaður miðjumaður og hefur leikið sex aðalliðsleiki fyrir Villa.