fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Chelsea og Villa skipta á leikmönnum

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er að fá til sín enn eitt ungstirnið ef marka má heimildir miðilsins Athletic.

Athletic segir að Chelsea sé að kaupa leikmann að nafni Omari Kellyman en hann er á mála hjá Aston Villa.

Kellyman er afar efnilegur leikmaður en hann er 18 ára gamall og mun kosta 19 milljónir punda.

Chelsea er einnig að selja leikmann til Villa en um er að ræða bakvörðinn Ian Maatsen sem spilaði með Dortmund í vetur.

Félögin skipta því í raun á leikmönnum en Chelsea þarf að borga aukalega til að tryggja sér þjónustu Kellyman.

Kellyman er sóknarsinnaður miðjumaður og hefur leikið sex aðalliðsleiki fyrir Villa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur