fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Mbappe hótar að kæra PSG

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2024 22:00

Doku í baráttunni við Kylian Mbappe í leik gegn PSG. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe vill fá launin sín borguð frá franska félaginu Paris Saint-Germain eftir að hafa kvatt félagið fyrr í mánuðinum.

Mbappe hefur verið staðfestur sem leikmaður Real Madrid og mun leika á Spáni næstu árin.

Frakkinn á eftir að fá borgað frá PSG fyrir bæði apríl og maí en hann var launahæsti leikmaður franska félagsins.

Samkvæmt L’Equipe hótar Mbappe að kæra sitt fyrrum félag ef hann fær ekki launin borguð en litlar líkur eru á að greiðsla berist um þessi mánaðamót.

Lögfræðingar Mbappe eru búnir að senda bréf á PSG vegna málsins og ef engin niðurstaða færst fyrir 30. júní verður vesenið enn meira.

Mbappe mun leggja fram kæru á hendur PSG en samningur hans við félagið rennur út eftir sjö daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum