Cristiano Ronaldo setti ansi merkilegt met í gær er Portúgal mætti Tyrklandi í lokakeppni EM í Þýskalandi.
Ronaldo er 39 ára gamall en hann er í dag leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu eftir farsælan feril í Evrópu.
Ronaldo fær enn að byrja alla leiki Portúgals en hans menn unnu öruggan 3-0 sigur á Tyrkjum í gær.
Sóknarmaðurinn lagði upp eitt mark í þessum leik og er nú stoðsendingahæsti leikmaður í sögu lokakeppninnar.
Enginn hefur lagt upp fleiri mörk en Ronaldo eða sjö talsins en hann er að spila á sínu sjötta lokamóti.
Cristiano Ronaldo has now provided more assists than any other player on record in European Championship history (7). 🫡#EURO2024 pic.twitter.com/f01y9EJ4wa
— Squawka (@Squawka) June 22, 2024