Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á EM.
Um var að ræða leik í 2. umferð D-riðils. Frakkar voru heilt yfir líklegri aðilinn í kvöld en mark var dæmt af Hollandi í seinni hálfleik.
Úrslitin þýða að bæði lið eru með 4 stig og svo gott sem komin áfram.
Í riðlinum eru einnig Austurríki, með 3 stig og Pólland, án stiga.