Austurríki vann góðan sigur á Póllandi í öðrum leik dagsins á EM í Þýskalandi. Liðin mættust í 2. umferð B-riðils, þar sem einnig spila Frakkar og Hollendingar.
Gernot Trauner kom Austurríki yfir á 9. mínútu en eftir hálftíma leik jafnaði Krzysztof Piatek. Staðan í hálfleik var jöfn.
Austurríkismenn kláruðu dæmið í seinni hálfleik en það var Cristoph Baumgartner sem kom þeim yfir á ný um hann miðjan.
Hinn þrautreyndi Marko Arnautovic innsiglaði svo 3-1 sigur Austurríkis á 78. mínútu.
Austurríki er með 3 stig eftir tvo leiki, jafnmörg og Frakkar og Hollendingar sem mætast þó í kvöld.
Pólverjar eru á botni riðilsins án stiga. Eiga þeir eftir að mæta Frökkum og því að öllum líkindum ekki á leið í 16-liða úrslit.