fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

EM: Austurríki með góðan sigur á Pólverjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. júní 2024 17:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríki vann góðan sigur á Póllandi í öðrum leik dagsins á EM í Þýskalandi. Liðin mættust í 2. umferð B-riðils, þar sem einnig spila Frakkar og Hollendingar.

Gernot Trauner kom Austurríki yfir á 9. mínútu en eftir hálftíma leik jafnaði Krzysztof Piatek. Staðan í hálfleik var jöfn.

Austurríkismenn kláruðu dæmið í seinni hálfleik en það var Cristoph Baumgartner sem kom þeim yfir á ný um hann miðjan.

Hinn þrautreyndi Marko Arnautovic innsiglaði svo 3-1 sigur Austurríkis á 78. mínútu.

Austurríki er með 3 stig eftir tvo leiki, jafnmörg og Frakkar og Hollendingar sem mætast þó í kvöld.

Pólverjar eru á botni riðilsins án stiga. Eiga þeir eftir að mæta Frökkum og því að öllum líkindum ekki á leið í 16-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum