Sir Jim Ratcliffe, nýjasti hluthafinn í Manchester United, fór yfir víðan völl og var brattur í viðtali við Bloomberg.
Ratcliffe er sjálfur mikill stuðningsmaður United og ræddi stærð félagsins til að mynda í viðtalinu.
„Allir í heiminum vita af Manchester-borg út af Manchester United,“ sagði Ratcliffe.
Svo líkti hann United við eitt stærsta fyrirtæki heims.
„Manchester United er eins og Coca-Cola. Það vita allir hvað það er. Ég er ekki alveg viss af hverju en það er staðreynd.“
Ratcliffe og félag hans INEOS eignuðust um fjórðingshlut í United og hafa tekið yfir knattspyrnuhlið rekstursins.