Leicester er nálægt því að ganga frá ráðningu á Graham Potter sem stjóra liðsins. Ensk blöð segja allt nánast klárt.
Potter hefur ekki verið í vinnu í rúmt ár en hann var rekinn frá Chelsea í apríl í fyrra.
Potter hafði gert vel með Brighton áður en hann fór til Chelsea en hann var rekinn á fyrsta tímabili.
Potter hafði fengið mörg tilboð um að koma aftur í þjálfun en ekki verið klár fyrr en núna.
Leicester er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina en Enzo Maresca hætti með liðið til að taka við Chelsea.