West Ham hefur staðfest kaupin á hinum 18 ára gamla Luis Guilherme, sem kemur frá Palmeiras í heimalandinu Brasilíu.
Um er að ræða spennandi leikmann sem getur spilað úti á köntunum og fyrir aftan framherja.
Það er talið að West Ham borgi um 25 milljónir punda fyrir Guilherme, sem hefur spilað fyrir U16 og U20 ára landslið Brasilíu.
West Ham hafnaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Á dögunum skiptið liðið um stjóra, Julen Lopetegui tók við af David Moyes.
The boy from Brazil is Claret and Blue ⚒️ pic.twitter.com/QepeRsWxpt
— West Ham United (@WestHam) June 13, 2024