Phil Foden verður launahæsti breski fótboltamaður frá upphafi er hann snýr aftur til Manchester City eftir EM í sumar.
Þetta fullyrða enskir miðlar en Foden er orðinn gríðarlega mikilvægur leikmaður hjá Manchester City.
City er með samningstilboð á borðinu fyrir Foden og mun hann þéna um 375 þúsund pund á viku.
Foden er alls ekki að verða samningslaus og fær 200 þúsund pund á viku í dag en núverandi samningur hans endar 2027.
City er þó ákveðið í að halda lykilmanninum sem mun fá jafn vel borgað og stórstjörnurnar Erling Haaland og Kevin de Bruyne.
Enginn Breti hefur fengið svo há laun í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Foden skoraði 19 mörk í 35 leikjum í vetur og lagði upp önnur átta.