Martin Ödegaard var valinn leikmaður ársins hjá Arsenal í gær en hann afrekar það annað árið í röð.
Norðmaðurinn er aðeins sá fimmti í sögu Arsenal til að ná þessum áfanga en hann hlaut 33 prósent atkvæða.
Thierry Henry, Liam Brady, Ian Wright og Bukayo Saka hafa einnig náð þessu afreki en Henry er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu enska félagsins.
Ödegaard spilaði virkilega vel með Arsenal í vetur en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City.
With 33% of the vote, our Player of the Season is… 🥁
Martin Ødegaard! 🪄 pic.twitter.com/Y5zKeF0dhe
— Arsenal (@Arsenal) June 7, 2024