Samkvæmt enskum blöðum í dag eru milkar líkur taldar á því að Jack Grealish komist ekki í lokahóp Englands fyrir EM.
Southgate hefur valið æfingahóp sinn fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi.
Grealish átti mjög slakt tímabil með City og var ónotaður varamaður í úrslitum bikarsins um helgina þar sem City tapaði gegn Manchester United.
Samkvæmt enskum blöðum í dag er það Grealish eða James Maddison sem missir af sæti sínu í lokahópnum.
Cole Palmer, Jarrod Bowen og Anthony Gordon eru allir sagðir á undan Grealish í röðinni í lokahópinn en Bukayo Saka er sá kantmaður sem á öruggt sæti í hópnum.