Það er í algjörum forgangi hjá Manchester United að kaupa vinstri bakvörð í sumar. Fabrizio Romano segir frá.
Það má búast við töluverðum hræringum á leikmannahópi United í sumar þar sem Sir Jim Ratcliffe er tekinn við taumunum á knattspyrnuhlið reksturs félagsins.
Vinstri bakvarðastaðan verður sett í forgang en það verður áhugavert að sjá hvaða maður verður fenginn í stöðuna.
Luke Shaw og Tyrell Malacia hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla en Diogo Dalot hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar hjá United undanfarið.
🔴🆕 Manchester United plan, already clear since March — club prepared to bring in new left back in the summer transfer window. https://t.co/DlpPwHo72L
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2024