Kylian Mbappe var skildur eftir á Westfalenstadion í Dortmund í gær á meðan allir leikmenn PSG fóru með rútu liðsins á flugvöllinn.
Mbappe og félagar í PSG heimsóttu Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær, um var að ræða fyrri leik liðanna sem Dortmund vann 1-0.
Mbappe var valinn til þess að fara í lyfjapróf eftir leik og átti í vandræðum með að pissa í glasið góða.
Því var ákveðið að leikmenn PSG færu út á flugvöll án Mbappe sem var skilinn einn eftir á Westfalenstadion.
Ekki kemur fram hvort Mbappe hafi náð fluginu með því að pissa og koma sér sjálfur út á flugvöll.
Seinni leikurinn í þessu einvígi fer fram í París eftir tæpa viku þar sem allt er undir.