Jose Mourinho segir að aðeins þrjú lið geti unnið Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi í sumar.
„Þetta eru þrjú lið sem eru sterkust, Portúgal, Frakkland og England,“ segir þessi reyndi stjóri.
Hann segir þó að óvæntir hlutir geti vissulega gerst. „Það getur eitthvað óvænt gerst, en miðað við gæði leikmanna og magn þá held ég að Portúgal vinni þetta.“
„Ég held að Portúgal klári þetta, ég hef fengið boð um að taka við liðinu tvisvar en ekki getað það.“
Mourinho kemur frá Portúgal en liðið vann Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 með talsvert slakara lið.