Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Breiðablik féll óvænt úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á dögunum með tapi gegn Keflavík, 2-1.
„Þetta var ömurleg frammistaða og ömurlegt svar eftir þennan leik á móti Víkingum, þar sem andinn og viljinn til að vinna virtist enginn,“ sagði Hrafnkell.
„Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta.“
Arnar benti á að tímabilið í Lengjudeildinni, þar sem Keflavík spilar, sé ekki hafið.
„Breiðablik er að tapa á móti liði sem er ekki einu sinni byrjað að spila leiki.“
Hrafnkell hefur ekki verið sáttur með hversu lítil áhersla er sett á bikarinn í Kópavoginum.
„Mér finnst Blikar ekki hafa gefið þessu nógu mikinn gaum. Það er of mikið verið að hvíla í þessum leikjum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar