Liverpool greiðir Feyenoord 13-15 milljónir evra fyrir þjónustu knattspyrnustjórans Arne Slot. Fabrizio Romano segir frá.
Slot tekur við þegar Jurgen Klopp lætur af störfum nú í maí, hann vildi komast í frí og greindi frá því í janúar.
Eftir að Xabi Alonso hafnaði starfinu fór Liverpool í leit að næsta manni og endaði félagið á að setja stefnuna á Slot.
Slot er þjálfari Feyenoord í Hollandi en Liverpool hefur samið við hollenska félagið um kaupverð á stjóranum.
🔴🇳🇱 Arne Slot will be the most expensive Dutch coach ever as Liverpool will pay compensation fee around €13-15m.
Details will be completed on paperworks over the weekend. pic.twitter.com/mDC02xyNUW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 26, 2024