Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United átti glæstan feril sem leikmaður en hann vann ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum.
Eftir að ferli Giggs lauk hefur einkalíf hans meira verið í fréttunum, þar má nefna ástarsamband við eiginkonu bróður síns og svo ásaknir um ofbeldi í sambandi við aðra konu.
Undanfarin ár hefur Giggs verið með Zara Charles sem er 36 ára gömul og nú er svo komið að því að þau eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Giggs á fyrir tvö börn með Stacey sem var eiginkonan sem hann hélt framhjá með konu bróður síns til margra ára.
Giggs og Stacey eiga þó gott samband í dag og eru miklir vinir þrátt fyrir allt sem hefur gengið á í gegnum tíðina.