Chelsea skoðar það að láta Mauricio Pochettino fara úr starfi eftir sitt fyrsta tímabil í starfi en forráðamenn Chelsea eru ekki sáttir.
Chelsea siglir um miðja deild en félagið hefur eytt svakalegum fjárhæðum síðustu ár.
The Times segir að Chelsea skoði það nú að reka Pochettino hreinlega úr starfi.
Segir blaðið sem oftast er talið áreiðanlegt að þrír menn komi til greina sem arftaki Pochettino.
Það eru Ruben Amorim þjálfari Sporting, Roberto De Zerbi þjálfari Brighton og Hansi Flick sem gerði frábæra hluti með Bayern á ári áður.