Fyrrum stórstjarnan Roberto Baggio plataði marga á Instagram síðu sinni í vikunni en um er að ræða mann sem margir ættu að kannast við.
Baggio er 57 ára gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa spilað með liðum á borð við Juventus, AC Milan og Inter Milan.
Baggio deildi málverki og sjálfsmynd á Instagram síðunni þar sem hann virkaði í þyngri kantinum sem kom mörgum á óvart.
Margir voru undrandi er þeir sáu þessa færslu Ítalans en búið var að eiga við myndina í Photoshop.
Baggio var ekki lengi að birta upprunarlegu myndina í kjölfarið og ljóst er að hann hefur lítið sem ekkert bætt á sig eftir að ferlinum lauk.
Myndir af þessu má sjá hér.