Það er augljóslega ekkert grín að vinna undir Damien Duff, fyrrum leikmanns Chelsea, sem stýrir í dag liði Shelbourne í heimalandinu Írlandi.
Duff er 45 ára gamall í dag en hann er goðsögn Blackburn og lék síðar með Chelsea, Newcastle og Fulham.
Duff lét allt flakka í viðtali í vikunni er hann ræddi leikmann sinn Shane Farrell sem fékk tvö gul spjöld á 12 mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður í markalausu jafntefli við Shamrock Rovers.
Írinn hikaði ekki við að skjóta á Farrell í beinni útsendingu en sá síðarnefndi er ansi vinsæll á meðal stuðningsmanna Shelbourne.
,,Varðandi Shane, ég er alltaf hreinskilinn bæði opinberlega og í einrúmi. Hann veit að hann brást okkur öllum,“ sagði Duff.
,,Á sínum tíma þá hló ég að mataræðinu hans, kjúklinganaggar og hvað það var. Í dag er ekki sá dagur.“
,,Hvernig þú lifir lífinu utan vallar og hvernig þú æfir hefur yfirleitt áhrif á spilamennskuna og það varð raunin í kvöld.“
,,Ég átta mig á því að hann er vinsæll á meðal stuðningsmanna en hann á ekki skilið að fá að spila, ekki eina mínútu.“
,,Þetta voru tvær skelfilegar tæklingar, ef þú lifir lífinu ekki rétt þá æfirðu ekki rétt sem verður til þess að þú ert of seinn á vellinum.“