Fylkir 1 -1 Þróttur R:
0-1 Kristrún Rut Antonsdóttir
1-1 Marija Radojicic
Síðasta leiknum í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna var að ljúka í Árbænum þar sem Þróttur heimsótti Fylki í jöfnum leik.
Kristrún Rut Antonsdóttir kom Þrótti yfir í fyrri hálfleik og allt stefndi í að það yrði sigurmark leiksins.
Það var hins vegar Marija Radojicic sem jafnaði fyrir Fylki á 86 mínútu leiksins og þar við sat.
Bæði stig með eitt stig eftir tvo leiki en Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun Þróttar fyrir tímablið.
Markaskorarar frá úrslit.net.