Tottenham hefur augastað á Serge Gnabry, leikmanni Bayern Munchen. Football Insider segir frá.
Framtíð Gnabry er í óvissu en hann hefur ekki fengið reglulegan spiltíma hjá Bayern á þessari leiktíð. Hefur hann aðeins spilað 17 leiki í öllum keppnum.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, er sagður mikill aðdáandi Gnabry og vill fá hann til liðs við sig.
Það er þó einnig nefnt að það gæti verið erfitt fyrir Gnabry að fara til Tottenham vegna tengsla sinna við erkifjendur þeirra í Arsenal, en hann er fyrrum leikmaður Skyttanna.