Brotist var inn á heimili Alexander Isak, framherja Newcastle í síðustu viku en lögreglan reynir enn að upplýsa málið.
Sænski framherjinn er 24 ára gamall en ekki kemur fram í fréttum hvort hann hafi verið heima.
Innbrotið átti sér stað á fimmtudag en Isak spilaði með Newcastle í sigri á Fulham um helgina.
Kemur fram í færslu frá lögreglu að bifreið í eigu Isak hafi verið rænd en fundist nokkru frá húsinu.
Innbrot í hús hjá atvinnumönnum á Englandi hafa færst í aukana síðustu ár en Isak er ekki fyrsti leikmaður Newcastle sem lendir í innbroti á þessu tímabili.
Talið er að ræningjarnir hafi haft verðmæti með sér á brott en ekki hefur tekist að hafa upp á þeim.