Einn af þremur bílum sem keyrðu lið Vestra heim á Ísafjörð eftir tapið gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudag valt á leiðinni. Allir sluppu ómeiddir nema Fall. Hann fann til í rifbeinunum og óttast var að hann væri brotinn þar.
Meira
Bíll Vestra valt á leið heim í gær – Einn fluttur á sjúkrahús
„Hann er bara ferskur. Hann kom vestur með flugi seinnipartinn í gær og var bjartsýnn á að æfa á fimmtudaginn sagði hann!“ sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, hins vegar við mbl.is í dag.
„Hann er ekki rifbeinsbrotinn. Hann sagði að honum væri aðeins illt í rifbeininu en ætlaði að mæta á æfingu á fimmtudaginn.“