fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Bíll Vestra valt á leið heim í gær – Einn fluttur á sjúkrahús

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Vestra varð fyrir bílslysi á leið sinni vestur á firði í gær eftir leik gegn Fram í Úlfarsárdal. Einn var fluttur á sjúkrahús en er þó ekki alvarlega slasaður.

„Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl,“ segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, við Fótbolta.net.

Sergine Fall var sá sem var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkrabíl og fór fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson með honum.

„Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki,“ segir Samúel við Fótbolta.net.

„Menn höfðu haldið að þetta væri eitthvað innvortis en ég fékk skýrslu frá fyrirliðanum um 04:30 í nótt þess efnis að þetta væri ekki eins slæmt og óttast hafði verið og hann væri í mesta lagi rifbeinsbrotinn.“

Vestri átti flug heim eftir leikinn gegn Fram í gær en því var aflýst. Því var ákveðið að keyra af stað en Samúel segir slíkt eitthvað sem mögulega þurfi að endurskoða eftir óhappið í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið