fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Heimir öskuillur og lét í sér heyra eftir leik: ,,Það má ekki anda“

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 22:11

Heimir Guðjónsson Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var alls ekki ánægður eftir leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld.

FH tapaði leiknum 2-0 á Kópavogsvelli en liðið hefði svo sannarlega getað fengið vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Blikum.

Heimir var hundfúll með dómgæsluna í kvöld en hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið í kvöld.

,,Það held ég nú ekki, við höfðum möguleika á að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Heimir um hvort úrslitin væru sanngjörn en viðtalið var birt í þættinum Stúkan á einmitt Stöð 2 Sport.

,,Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, byrjuðum leikinn ekki vel og þeir voru yfir en við vorum góðir í seinni og sköpuðum góða möguleika og áttum að fá víti í stöðunni 1-0.“

,,Það er oft með dómara, þeir þekkja ekki leikmennina nógu vel. Sigurður Bjartur lætur sig ekki detta, þetta gat ekki verið annað en víti, Damir bombar hann niður inni í teig, púra víti í stöðunni 1-0.“

,,Í fyrra þegar við vorum í Evrópubaráttu og Ívar var að dæma og Danijel Dejan lætur sig dettog Ásti er í honum, annað gult spjald og rautt. Mér finnst dómgæslan í byrjun móts, það má ekki anda og þá er búið að lyfta spjöldum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og Ceferin funduðu í Bangkok – Þetta fór þeirra á milli

Þorvaldur og Ceferin funduðu í Bangkok – Þetta fór þeirra á milli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardian: Helmingslíkur á að Ten Hag verði rekinn

Guardian: Helmingslíkur á að Ten Hag verði rekinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo reynir að fá hann til Sádí og þeir vilja borga væna summu – Bruno átti góðan fund með United

Ronaldo reynir að fá hann til Sádí og þeir vilja borga væna summu – Bruno átti góðan fund með United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Antony til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er ákvæðið í samningi Arnars – Málsvörn KA byggði á því að Arnar hefði verið óheiðarlegur í viðræðum við Val

Þetta er ákvæðið í samningi Arnars – Málsvörn KA byggði á því að Arnar hefði verið óheiðarlegur í viðræðum við Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fréttamaður útskýrir stöðuna á máli City – 115 ákærur en ekkert gerst í fimmtán mánuði

Fréttamaður útskýrir stöðuna á máli City – 115 ákærur en ekkert gerst í fimmtán mánuði