Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var alls ekki ánægður eftir leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld.
FH tapaði leiknum 2-0 á Kópavogsvelli en liðið hefði svo sannarlega getað fengið vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Blikum.
Heimir var hundfúll með dómgæsluna í kvöld en hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið í kvöld.
,,Það held ég nú ekki, við höfðum möguleika á að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Heimir um hvort úrslitin væru sanngjörn en viðtalið var birt í þættinum Stúkan á einmitt Stöð 2 Sport.
,,Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, byrjuðum leikinn ekki vel og þeir voru yfir en við vorum góðir í seinni og sköpuðum góða möguleika og áttum að fá víti í stöðunni 1-0.“
,,Það er oft með dómara, þeir þekkja ekki leikmennina nógu vel. Sigurður Bjartur lætur sig ekki detta, þetta gat ekki verið annað en víti, Damir bombar hann niður inni í teig, púra víti í stöðunni 1-0.“
,,Í fyrra þegar við vorum í Evrópubaráttu og Ívar var að dæma og Danijel Dejan lætur sig dettog Ásti er í honum, annað gult spjald og rautt. Mér finnst dómgæslan í byrjun móts, það má ekki anda og þá er búið að lyfta spjöldum.“