Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, segir að það komi ekki til greina fyrir hann að kyssa merki liðsins eins og aðrir stjórar hafa gert í gegnum tíðina.
Pochettino er ekki vinsælasti maðurinn á Stamford Bridge í dag eftir virkilega slæmt gengi liðsins á tímabilinu.
Argentínumaðurinn var áður hjá grönnunum í Tottenham en hann vill byggja upp samband við stuðningsmenn liðsins á eðlilegan hátt frekar en að sleikja einhvern upp.
,,Ég kem hingað eftir dvöl hjá öðru félagi, þú þarft að sannfæra fólkið,“ sagði Pochettino.
,,Við vissum að þetta yrði risastór áskorun. Við þurfum að byggja upp lið, vinna leiki og vera keppnishæfir. Ég ætla þó ekki að sleikja neinn upp.“
,,Ég vil byggja upp alvöru samband okkar á milli – ég vil ekki kyssa merkið eða gera eitthvað heimskulegt á hliðarlínunni bara til þess að þóknast stuðningsmönnum.“