fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Opinbera hver dæmir leik Manchester United og Liverpool – Klopp verður sennilega ekki glaður

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Búið er að velja dómara á leikinn.

Leikurinn gæti haft mikið að segja í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er á toppnum sem stendur, rétt á undan Arsenal og Manchester City.

Það verður Anthony Taylor sem dæmir leik United og Liverpool á Old Trafford. Hann og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman.

Getty Images

Taylor dæmir gjarnan leiki milli „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni og dæmdi hann til að mynda leik City og Arsenal um síðustu helgi.

Klopp er þó ekki alltaf sáttur með hann og baunaði hann á Taylor á síðustu leiktíð eftir brot Bernardo Silva, leikmanns City, á Mohamed Salah. Fór það svo að Taylor gaf Þjóðverjanum rauða spjaldið.

Þá brjálaðist Klopp út í Taylor í tapi Liverpool gegn Arsenal snemma á þessari leiktíð.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 14:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu