Skelfileg byrjun Kalvin Phillips hjá West Ham heldur áfram og eru stuðningsmenn farnir að láta hann fara verulega í taugarnar á sér.
Phillips gekk í raðir West Ham á láni frá Manchester City í janúar en ekkert hefur gengið upp. Miðjumaðurinn kom inn á á 69. mínútu gegn Newcastle í gær. Þá var staðan 1-3 fyrir West Ham. Phillips gaf hins vegar víti skömmu síðar og Newcastle vann leikinn 4-3.
Englendingurinn var harkalega gagnrýndur eftir leik í gær og á leið út í rútu sagði stuðningsmaður honum að hann væri „gagnslaus.“
Phillips tók ekki vel í þetta og sendi honum miðfingurinn.
Sjón er sögu ríkari.
West Ham fan: "Useless!"
Kalvin Phillips: "🖕" pic.twitter.com/uoZnOIqKVQ— EuroFoot (@eurofootcom) March 30, 2024