Kylian Mbappe var ömurlegur í landsleikjahlénu er hann spilaði með franska landsliðinu í tveimur viðureignum.
Þetta segir blaðamaðurinn Daniel Riolo sem starfar fyrir RMC Sport sem er mjög vinsæll miðill í Frakklandi.
Riolo gagnrýndi Mbappe fyrir frammistöðu sína í 2-0 tapi gegn Þýskalandi og 3-2 sigri á Síle.
,,Hann er þarna og klárar báða leikina eins og draugur, það er ekkert eðlilegt við þetta,“ sagði Riolo.
,,Þetta er skammarlegt viðhorf og hann má ekki láta svona. Ef hann mætir með franska landsliðinu þá hefur hann engan rétt á að leggja sig ekki fram.“
,,Hann er fyrirliði liðsins, hann var slæmur í báðum þessum leikjum. Mér líkar alls ekki við þetta, hann var flottur á blaðamannafundum en latur inni á vellinum.“