Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Íslenska karlalandsliðið mætir Úkraínu eftir rúman klukkutíma þar sem sæti á EM í sumar er undir.
Albert Guðmundsson átti stóran þátt í að tryggja Íslandi þennan leik en hann gerði þrennu gegn Ísrael í undanúrslitum.
Hann er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu en fyrir Úkraínu byrjar liðsfélagi hans hjá Genoa, Ruslan Malinovsky.
Þeir félagar tóku langt spjall fyrir leik. Mynd af þeim í góðum gír fyrir leik hér í Póllandi er hér fyrir neðan.