Íslenskur karlmaður var rændur í Wroclaw í Póllandi í nótt en frá þessu segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net í hlaðvarpi vefsins.
Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti á EM í kvöld, leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi.
„Við hittum íslending sem sagði farir sínar ekki sléttar af gærkvöldinu, hann endaði á búllu þar sem haft var af honum fé,“ sagði Elvar Geir í hlaðvarpinu.
Þessi íslenski karlamaður var á leið á lögreglustöðina í Wroclaw þar sem hann ætlaði að gera grein fyrir málinu.
„Hann var á leið að tala við lögregluna, hann var rændur. Það eru hrakfarir sem eru í gangi hérna.“
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 19:45 í kvöld.