Ísland spilar á morgun hreinan úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í sumar. Liðin hafa fjórum sinnum mæst áður.
Þegar sagan á milli þessara liða er skoðuð er allt hnífjafnt. Liðin hafa mæst fjórum sinnum, unnið einn leik hvor og tveimur lauk með jafntefli.
Meira
Ísland og Úkraína í sögulegu samhengi – Margt breyst frá því Strákarnir okkar sigruðu þá úkraínsku
Sigur Íslands kom árið 2017 og var liður í undankeppni HM árið eftir, sem Ísland komst inn á. Þar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson bæði mörkin í 2-0 sigri.
Liðin gerðu einmitt 1-1 jafntefli í sömu undankeppni. Þar skoraði Alfreð Finnbogason eina mark Íslands með harðfylgi.
Hér að neðan má sjá mark Alfreðs í leiknum.
🇮🇸 Ísland mætti síðast Úkraínu í undankeppni HM 2018.
🇺🇦 Fyrri leikurinn fór fram í Kiev og endaði 1-1, en Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands.
👇 We last met Ukraine in the 2018 World Cup qualifiers – Alfred Finnbogason scored the goal in a 1-1 draw in Kiev.#afturáem pic.twitter.com/yRltyMThwH
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2024