fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Segir KSÍ beita leikmenn ósanngjarnri valdbeitingu – „Þið farið ekki með guðlegt vald sem heimilar ykkur svona framferði“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2024 08:50

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, telur að KSÍ verði að bakka frá þeim reglum að setja þá til hliðar sem sakaður eru um eitthvað misjafnt.

Jón Steinar spyr hvernig sambandið hafi heimild til þess að sakfella þá sem sakaður eru um eitthvað refsivert.

KSÍ hefur á undanförnum árum tekist á við nokkur slík mál og nú síðast mál Alberts Guðmundssonar en lögregla felldi málið niður á dögunum. Þeirri ákvörðun var áfrýjað og er málið aftur á borði yfirvalda.

„Það er alveg forkastanleg framkoma Knattspyrnusambands Íslands við þá knattspyrnumenn sem hafa verið hafðir fyrir sökum um kynferðisbrot en þeir andmæla og ekki hafa verið sönnuð. Sambandið setur þá sem svona stendur á um í bann við að taka þátt í kappleikjum á vegum þess,“ skrifar Jón Steinar í færslu á Facebook.

Áfrýjun á máli Alberts hefur vakið upp umræður en Jón Steinar segir að rétt yfirvöld í landinu eigi að taka ákvarðanir um sýknu eða sekt.

„Hvaðan kemur þessu sambandi heimild til að sakfella þá sem svona stendur á um? Þessi framkvæmd er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir þá knattspyrnumenn sem hlut eiga að máli bæði gagnvart almenningi og stundum jafnvel í starfi sem atvinnumenn í knattspyrnu. Er ekki unnt að bíða með að beita þá viðurlögum þar til rétt yfirvöld í landinu hafa leyst úr máli þeirra á þann veg að sökin teljist sönnuð? Kannski búið sé að fá andstæðingum íslenska landsliðsins vopn í hendur til að hindra þessa pilta í þátttöku í kappleikjum gegn þeim?.“

Jón Steinar segir KSÍ beita leikmenn sína valdbeitingu. „Ég segi bara við fyrirsvarsmenn KSÍ: Hættið þessari ósanngjörnu valdbeitingu. Þið farið ekki með guðlegt vald sem heimilar ykkur svona framferði. Munið að reglan um sakleysi þar til sekt er sönnuð gildir ekki bara við meðferð mála fyrir dómi. Þetta er líka regla af siðferðilegum toga sem gildir í samskiptum borgaranna yfirleitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“