Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Það er ekki útséð með það hvort Oleksandr Zinchenko, ein allra stærsta stjarna úkraínska landsliðsins, verði með í leiknum gegn Íslandi á morgun.
Þetta sagði Serhiy Rebrov, landsliðsþjálfari Úkraínu, á blaðamannafundi í Póllandi fyrir skömmu.
Zinchenko spilaði 75 mínútur þegar Úkraína vann Bosníu á dögunum en hefur verið að glíma við meiðsli með Arsenal undanfarið.
Rebrov vonast til að Zinchenko verði með en það er ekki útséð með það.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 19:45 annað kvöld en um er að ræða úrslitaleik um sæti á EM í sumar.