Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid er launahæsti þjálfari í Evrópu og það með gríðarlegum yfirburðum.
Simeone tekur heim rúmar 422 milljónir króna í laun á mánuði sem gera hann að launahæsta þjálfara í heimi.
Pep Guardiola stjóri Manchester City þarf að sætta sig við um 120 milljónum króna minna á mánuði en Simeone.
Guardiola er með talsvert betri laun en Jurgen Klopp sem þarf þó ekki að kvarta með um 220 milljónir á mánuði.
Það er franska Lequipe sem heldur þessu fram
Launahæstu þjálfarar í heimi:
Diego Simeone – £2.42m
Pep Guardiola – £1.66m
Jurgen Klopp – £1.25m
Massimiliano Allegri – £920,000
Mauricio Pochettino – £870,000