Það eru litlar sem engar líkur á því að Barcelona muni fá til sín stórstjörnur í sumarglugganum.
Frá þessu greinir forseti félagsins, Joan Laporta, en Barcelona er eins og flestir vita í töluverðum fjárhagsvandræðum.
Spænska félagið mun styrkja sig í sumar en litlar líkur eru á að stór nöfn muni bætast í hópinn fyrir næsta tímabil.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City, hefur verið orðaður við Börsunga en Laporta segir að það sé ekkert til í þeim sögusögnum.
,,Við þurfum ekki að kaupa stórt nafn, við verðum á markaðnum en ég býst ekki við stórum nöfnum, frekar liðsleikmönnum,“ sagði Laporta.