Melanie Maynard, móðir Marcus Rashford segir að andlát í fjölskyldu þeirra sé ein af ástæðum þess að Rashford hefur spilað illa undanfarnar vikur og mánuði.
Rashford hefur átt mjög slakt tímabil en hún segir að fyrir hinn 26 ára gamla Rashford hafi lífið verið erfitt.
„Hann missti mjög mikilvæga manneskja úr sínu lífi, frændi hans Nathan lést í nóvember,“ segir Maynard.
„Þetta kom ofan í það að mjög góður vinur okkar, Garf lést í upphafi árs. Það hafði gríðarleg áhrif á Marcus.“
„Þetta var mikið fyrir svona ungan dreng,“ segir Maynard en Rashford fagnar 27 ára afmæli sínu síðar á þessu ári.
Rashford var frábær með Manchester United á síðustu leiktíð en hefur í ár verið með slakari leikmönnum United.
🎙️ | Marcus Rashford’s mother Melanie Maynard:
„Marcus lost a very important person in his life: his cousin Nathan in November [2023], after a very good family friend, Garf, died a year earlier, which affected him greatly. It was a lot for someone so young.“ [@TimesSport] pic.twitter.com/KNz9Q82ekp
— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 19, 2024