fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Avram Grant urðar yfir landsliðsþjálfara Íslands – „Ég er niður­brot­inn vegna allra þeirra kvenna sem var nauðgað“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 12:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Avram Grant fyrrum þjálfari Chelsea er verulega óhress með þau ummæli Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, þar sem haft var eftir Hareide að hann væri ósáttur með að þurfa mæta Ísrael í næstu umferð. Grant ræðir við Morgunblaðið.

Grant er frá Ísrael en hann hefur farið víða á ferli sínum og meðal annars þjálfað West Ham, Portsmouth og Chelsea auk þess að hafa stýrt landsliði Ísrael.

Ísrael réðst inn á Gasa í október eftir að Hamas liðar höfðu framið fjöldamorð í Ísrael. „En ef þú spyrð mig persónulega þá myndi ég hika við að spila við Ísrael, eins og staðan er núna. Vegna þess sem er í gangi á Gasa, og vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara,“ sagði Hareide meðal ananrs.

Ísland og Ísrael mætast á fimmtudag í næstu viku þar sem liðin eigast við í umspili um laust sæti á EM næsta sumar, sigurvegari þessa einvígis mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik.

Grant er ekki sáttur með þetta en hann skilur ekki af hverju Hareide ákveður að blanda fótbolta inn í mál sem hann segir að Hareide hafi enga þekkingu á.

„Ég sá hvað þjálf­ari Íslands sagði. Ég þekki hann ekki per­sónu­lega en ég er ósátt­ur við að hann skuli blanda íþrótt­um sam­an við eitt­hvað sem hann hef­ur enga þekk­ingu á. En ég vil leggja fyr­ir hann nokkr­ar spurn­ing­ar. Fyrst vil ég taka fram að ég er mót­fall­inn því að al­menn­ir borg­ar­ar séu fórn­ar­lömb og það hrygg­ir mig þegar slíkt ger­ist.“ segir Grant í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir ábyrgð Hamas-liða mikla í málinu. „En menn verða að muna að þetta hófst allt á fjölda­morði Ham­as-liða. Ég vil því spyrja þjálf­ar­ann: Hvers vegna sagðir þú ekk­ert um fjölda­morðin í Ísra­el 7. októ­ber? Hvers vegna sagðir þú ekki: Ég er niður­brot­inn vegna allra þeirra kvenna sem var nauðgað, vegna barn­anna sem voru af­höfðuð, vegna gamla fólks­ins sem var brennt lif­andi? Vegna for­eldra sem voru skot­in í aug­sýn barna sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað