fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Kenning um framtíð Arons: Telur hann vinna í þessu á bak við tjöldin – „Ég hugsa að hausinn á honum sé þar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 11:30

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi sennilegt að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson muni spila með uppeldisfélagi sínu, Þór, áður en leikmannaferlinum lýkur. Hvenær það verður á þó eftir að koma í ljós.

Í kjölfar sögusagna um að Aron væri að koma heim í Þór í sumar blés hann sjálfur á þær á samfélagsmiðlum og sagði að svo yrði ekki alveg strax. Þetta var tekið fyrir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

„Aron Einar er að styrkja Þór. Það stendur AK Pure Skin (snyrtivöruverslun í eigu Arons og eiginkonu hans Kristbjargar Jónasdóttur) framan á treyjunni,“ sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

„Hann fór á fund með Sigga Höskulds (þjálfara Þórs) áður en hann var ráðinn,“ skaut Elvar Geir Magnússon inn í.

Baldvin telur að Aron sé að reyna að lyfta Þór upp á bak við tjöldin áður en hann mætir sjálfur á svæðið.

„Mig grunar að Aron sé að reyna að ýta liðinu upp, þess vegna kemur til dæmis Birkir Heimis, til að Aron komi í Bestu deildina 2025. Ég hugsa að hausinn á honum sé þar,“ sagði hann, en Þór spilar í Lengjudeildinni og vonast til að komast upp í deild þeirra bestu í sumar.

Aron er sem stendur á mála hjá Al-Arabi í Katar. Hann hefur ekkert spilað undanfarið vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“