fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Bróðirinn öskuillur – Alves var sagður hafa tekið eigið líf í fangelsinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 09:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bróðir fyrrum knattspyrnumannsins Dani Alves hefur látið í sér heyra eftir að falsfréttum var dreift um að hann hafi tekið eigið líf í fangelsi.

Alves var á dögunum dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar í Barcelona undir lok árs 2022. Alves og fjölskylda hans halda fram sakleysi fyrrum leikmannsins.

Paulo nokkur Albuquerque skrifaði á Twitter aðgang sinn að samkvæmt hans heimildum hefði Alves tekið eigið líf í fangelsinu. Eftir mikil viðbrögð dró hann í land og sagði að hann hafi ekki verið að tala um fyrrum knattspyrnumanninn, heldur frænda sinn.

Fjölmiðlafulltrúi Alves segir að þeir íhugi að lögsækja Albuquerque og bróðir hans, Ney, hjólar í netverjann á Instagram.

„Hversu vont getur fólk verið? Það er þegar búið að dæma manninn á orði konu sem fór inn á karlaklósett til að gera það sem aðeins hann og hún vita um. Er það ekki nóg? Nú vill fólk sjá bróðir minn deyja. Hversu ljótt er þetta?“ segir hann.

Sem fyrr segir var Alves dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi á dögunum. Lögmenn hans munu áfrýja dómnum en sömuleiðis ætla ríkissaksóknari og lögmenn konunnar sækjast eftir þyngri refsingu.

Alves á tvö börn en fyrrum eiginkona hans, Joana Danz, skildi við hann eftir að málið kom upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“