fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Var stórkostlegur í vetur áður en hann meiddist: Ekki í byrjunarliðinu á EM? – ,,Held að Southgate sé ekki of hrifinn af honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2024 13:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn öflugi James Maddison var stórkostlegur fyrir Tottenham fyrr í vetur áður en hann meiddist í 4-1 tapi gegn Chelsea.

Maddison er Englendingur og mun líklega fara með enska landsliðinu til Þýskalands í sumar er liðið spilar í lokakeppni EM.

Harry Redknapp, fyrrum þjálfari Tottenham, telur að Maddison verði valinn í lokahópinn en að það séu litlar sem engar líkur á að hann fái mikinn spilatíma á mótinu.

Redknapp telur að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, horfi frekar á aðra leikmenn og að Maddison verði lítið annað en varaskeifa þrátt fyrir frábæra frammistöðu fyrr á tímabilinu.

,,James Maddison er klárlega leikmaður sem getur komist í fyrra form og náð árangri með Englandi í sumar en vandamálið er að ég held að Gareth Southgate muni ekki velja hann,“ sagði Redknapp.

,,Ég er nokkuð viss um að Southgate sé ekki of hrifinn af honum. Jack Grealish er heldur ekki í neinu uppáhaldi hjá Gareth.“

,,Grealish komst aðeins í liðið því almeninningur heimtaði að hann fengi tækifæri, fyrir það þá spilaði hann mjög lítið.“

,,Ég hef enga trú á að Maddison muni komast í enska liðið á EM í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina