fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Forsetinn svaraði stuðningsmanni: ,,Hver er Mbappe?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2024 11:00

Florentino Perez, forseti Real Madrid, Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá eru allar líkur á að lið Real Madrid verði gríðarlega sterkt á næsta tímabili.

Liðið fékk til sín Jude Bellingham frá Borussia Dortmund síðasta sumar og er hann í dag einn besti miðjumaður heims.

Talið er að Kylian Mbappe semji svo við Real í sumar en hann leikur með Paris Saint-Germain og er einn besti sóknarmaður heims.

Þá er Alphonso Davies, bakvörður Bayern Munchen, sterklega orðaður við liðið en hann er einnig gríðarlega öflugur í sinni stöðu.

Florentino Perez, forseti Real, fékk skilaboð frá aðdáanda liðsins í gær sem sagði honum að semja við leikmennina tvo.

,,Þú þarft að fá inn Davies og Mbappe – við munum vinna allt með þá innanborðs,“ sagði stuðningsmaðurinn við Perez.

Perez svaraði á léttu nótunum og vildi lítið gefa upp: ,,Hver er Mbappe? Hver er Davies?“ sagði forsetinn og gekk burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina