fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Telur að Gylfi Þór verði mjög ósáttur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. mars 2024 10:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni sagði sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson frá því að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verði ekki valdir í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ísrael síðar í mánuðinum. Telur hann að Gylfi verði ósáttur ef hann verður ekki valinn í hópinn.

Um er að ræða undanúrslitaleik í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Hvorki Aron Einar né Gylfi hafa spilað fótbolta undanfarið vegna meiðsla. Aron Einar spilaði síðast með Al-Arabi fyrir hátt í tíu mánuðum síðan og Gylfi er án félags en hann rifti samningi sínum við danska félagið Lyngby einmitt vegna meiðsla sinna.

Gylfi hefur æft af krafti á Spáni undanfarið, meðal annars með liði Fylkis sem er þar í æfingaferð. Það mun þó ekki skila honum sæti í hópnum ef marka má fréttir.

„Ef Gylfi Þór Sigurðsson getur spilað í korter ætti hann að vera fyrsti maður upp í vél. Gylfi verður ekki sáttur ef hann verður ekki valinn,“ segir Kristján Óli í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Leikur Íslands og Ísrael fer fram þann 21. mars í Ungverjalandi. Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Age Hareide landsliðsþjálfari mun tilkynna hóp sinn fyrir leikinn gegn Ísrael 15. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn